SJÁLFSEFLING / LÍFSÞJÁLFUN
Service Description
Hvenær ert þú í essinu þínu og hvað kveikir neistann? Það að fá aðstoð við að finna styrkleika sína, virkja þá og tengja við það sem hugurinn stendur til er góð leið til að auka lífsgæðin. Í lífsþjálfun, sem er ein tegund markþjálfunar, er markið sett á innri vöxt og eins og í allri annarri markþjálfun er gengið út frá því að hver og einn einstaklingur sé best til þess fallinn að finna þau svör eða aðgerðir sem honum finnst vanta í líf sitt. Ég aðstoða þig inn á þessar brautir með þeim sjálfseflandi aðferðum sem finna má í verkfærakistu markþjálfans. Í tímanum er unnið með nútíð og framtíð. Til að ná árangri mæli ég með að teknir séu að lágmarki 3 tímar (55 mín. í senn með viku millibili). Til að festa árangur í sessi og framfylgja langtímamarkmiðum er raunhæft að miða við 3-7 viðbótartíma (55 mín. í senn með mánaðar millibili). Magnafsláttur er gefinn ef samið er um 6 tíma eða fleiri í upphafi. Athugaðu að þú hefur alltaf frelsi til að ákveða að halda áfram eða hætta markþjálfun hvenær sem þér finnst settu marki náð. Þú einfaldlega ræður ferðinni.
Contact Details
+ (354) 846 8962
alma@alma.is