top of page

VINNUHÓPURINN

55 min
Samtalstími
Location 1

Service Description

Er hægt að finna skilvirkari leið að sameiginlegu markmiði, nýta betur þá „samvisku" sem býr í mannskapnum og að lokum virkja allan sköpunarkraftinn til sameiginlegrar niðurstöðu? Hópsamræður undir stjórn markþjálfa þar sem ákveðin viðfangsefni og aðkoma að þeim eru tekin fyrir, allt út frá tilgangi með tímanum og væntingum um árangur. Ég hjálpa hópnum við að fá sem mest út úr heildinni, gera áætlun og hrinda í framkvæmd. Aðferðin á einnig vel við þar sem samskiptaleysi eða samskiptafærni eru helstu áskoranirnar þegar kemur að góðu vinnuflæði innan samstarfshópsins, líðan einstaklinga innan hans og framlegð til vinnunnar. Til að ná árangri mæli ég með að teknir séu að lágmarki 3 tímar (55 mín. í senn með viku millibili). Til að festa árangur í sessi og framfylgja langtímamarkmiðum er raunhæft að miða við 3-7 viðbótartíma (55 mín. í senn með mánaðar millibili). Magnafsláttur er gefinn ef samið er um 6 tíma eða fleiri í upphafi. Athugaðu að þú hefur alltaf frelsi til að ákveða að halda áfram eða hætta markþjálfun hvenær sem þér finnst settu marki náð. Þú einfaldlega ræður ferðinni.


Contact Details

  • + (354) 846 8962

    alma@alma.is


bottom of page