top of page

öll samtöl geta farið fram

Á NETINU

–    þú þarft ekki að fara neitt   –

til að taka skrefið

Alma_april2021.jpg

KOSTIR NETSAMTALA

  • Samtöl í gegnum netið spara bæði tíma og fyrirhöfn

  • Netsamtöl mæta þeim sérstaklega sem eru bundnir eða eiga ekki auðvelt með að komast á milli staða

  • Búseta er engin fyrirstaða og eru netsamtöl því mikilvæg þjónusta við landsbyggðirnar þar sem fagaðilar eru ekki til staðar 

  • Netsamtöl eru þýðingarmikil á tímum hamfara og heimsfaraldra eða þegar samkomubann og ferðahömlur setja strik í reikninginn

  • Í markþjálfun í gegnum netið situr þjónustuþeginn í því umhverfi sem honum líður best og er þannig á heimavelli í samtalinu

  • Það besta er að „fjarlægðin"kemur ekki í veg fyrir að nánd skapist yfir netið sem gerir samtölin bæði traustvekjandi og árangursrík

 

Ég sérhæfi mig í skjásamtölum og hef sótt mér þekkingu og þjálfun á þeim vettvangi m.a. í gegnum Fjarþjónustu fagaðila hjá Símenntun Háskólans á Akureyri. Ég legg mig sérstaklega fram um að nota fjarfundarbúnað sem stenst persónuverndarlög GDPR og hef tekið í notkun kerfi með dulkóðun sem hannað er af Karaconnect. Kerfið er t.a.m. eina rafræna fundarkerfið sem Landlæknir hefur samþykkt fyrir sérfræðinga í fjarheilbrigðisþjónustu. Til að eiga samtal í gegnum kerfið þarf ekki að hlaða niður neinu forriti, heldur aðeins að skrá sig inn á vefnum. Ég tek ekki upp samtöl og vista engin gögn á netinu eftir að samtali lýkur.

talblodrur_thykk.png
bottom of page