top of page

UMSAGNIR

viðskiptavina

Screen Shot 2019-02-21 at 23.50.30.png

Haraldur Baldursson

56 ára rafeindatæknifræðingur

Hvað týnist fyrst þegar maður greinist með Parkison? Minnið hverfur ekki, vinir hverfa ekki, lyklarnir týnast ekki... ég týndi yfirsýninni. Mér hættir til að gleyma mínum áherslum og markmiðum og vari ástandið nógu lengi þarf nokkra heppni til að rata þangað sem maður ætlar eða vill komast. Alma kom því með sína þekkingu til mín á frábærum tíma og strax á okkar fyrsta fundi sá ég að ég vildi breyta sumu... nei mörgu. Ég fékk spurningar sem ég hélt í fyrstu að væri einfalt að svara, verkefni sem ég hélt að væri auðvelt að vinna... ég fékk ekki að svindla, fékk ekki að stytta mér leið. Þess í stað hjálpaði Alma mér að hugsa um og finna mín eigin svör og á endanum mína leið.

 

Ég er afskaplega ánægður með hjálpina og er miklu mun sáttari með sjálfan mig og fullur vissu um getu mina til að kljást við öll mín verkefni. Alma vann þetta svo vel með mér að ég endaði með bros á vör fyrir framan spegilinn og sagði: 

„gaman að hitta þig!". Takk Alma.

Screen Shot 2019-02-24 at 18.28.21.png

G. Sigríður Ágústsdóttir

45 ára athafnakona og fjárfestir

Síðastliðið vor var ég svo heppin að kynnast Ölmu og hennar hæfileikum í markþjálfun. Ég stóð frammi fyrir flóknum og erfiðum ákvörðunum varðandi starf og einkalíf. Strax í fyrsta tíma fann ég fyrir hugrekki til að takast á við þessar erfiðu ákvarðanir sem fyrir lágu. Í öðrum tíma var ég komin með skýran fókus og svör við erfiðum spurningum.

 

Markþjálfun undir stjórn Ölmu gaf mér skýra sýn og metnað til að takast á við verkefnin sem fyrir lágu. Ég mæli eindregið með markþjálfun og þá sérstaklega undir handleiðslu Ölmu.

Screen Shot 2019-04-02 at 13.06.51.png

Jóna Guðný Pálsdóttir

19 ára nemi í Menntaskólanum á Akureyri

Markþjálfun? Já ég í rauninni vissi ekki alveg hvað var átt við með þessu orði eða um hvað þetta snerist en skellti mér í tíma til Ölmu. Þetta var öðruvísi en ég bjóst við en ekki á slæman hátt. Alma fékk mig til að svara mínum eigin spurningum sem ég hélt að ég vissi ekki svörin við. Það var endurnærandi og sýndi mér að vandamál eru í raun ekki vandamál því þetta er bara tilbúningur í hausnum sem maður sjálfur flækir.

Screen Shot 2019-02-24 at 23.39.35.png

Helga Guðjónsdóttir

50 ára framkvæmdastjóri hjá Samtökum smærri útgerða

Það var góð ákvörðun að fara í markþjálfun hjá Ölmu. Ég vissi nú ekki alveg á hverju ég átti von en Alma var fljót að stýra mér inn á rétta braut.

Alma er mjög góður hlustandi, hvetjandi og úrræðagóð. Markþjálfun hjá Ölmu var þroskandi ferðalag þar sem ég lærði að þekkja sjálfa mig betur. Takk fyrir Alma, þú ert frábær!

Screen Shot 2019-02-21 at 19.50.56.png

Unnsteinn Tryggvason

43 ára heilsuferðaþjónustubóndi og vaktmaður á meðferðarheimili

Mæli eindregið með markþálfunartímum hjá Ölmu. Hún hefur einstaklega góða nærveru, er næm, hlý, traust og kærleiksrík. Hún lætur manni líða vel, sem gerir það að verkum að maður nær árangri og betri líðan eftir markþjálfun hjá henni.

Screen Shot 2019-04-16 at 20.57.45.png

Jóna Harpa Viggósdóttir

48 ára talmeinafræðingur hjá Odense Kommune

Ég ákvað að hafa samband við Ölmu, þegar ég sá að hún var að bjóða uppá markþjálfun. Mér fannst mig vanta eitthvað, fannst eins og ég væri föst í sömu sporunum. Þetta eitthvað, vissi ég ekki hvað var, en Ölmu tókst með mjög góðri spurningatækni að hjálpa mér að finna út hvað það var.

 

Alma er einstaklega góð í að spyrja réttu spurninganna, sem fá mann til að sjá hlutina í öðru ljósi. Þar sem ég bý í Danmörku fóru samtölin fram í gegnum tölvuna, þrátt fyrir það vantaði ekkert uppá hlýjuna og góða nærveru í samtölunum enda Alma einstaklega hlý og með góða nálgun á það sem við vorum að ræða um!

Screen Shot 2019-02-21 at 18.53.04.png

Sigríður Sigmundsdóttir

58 ára matráður og gestgjafi

Takk fyrir mig kæri markþjálfi. Það er ekki öllum gefið að hlusta, leiða fyrir sjónir, stýra að niðurstöðu og gera mann öflugri. Haltu ótrauð áfram.

Screen Shot 2019-02-21 at 19.34.35.png

Adda Birna Hjálmarsdóttir

45 ára lyfjafræðingur hjá Med Eye

Ég vissi ekkert um markþjálfun þegar ég frétti af Ölmu og ákvað að slá til því þetta gæti jafnvel verið eitthvað fyrir mig á þeim tímapunkti. Það voru miklar breytingar í vændum hjá mér, ákveðnar efasemdir og hræðsla við það óþekkta ristu dýpra en ég áttaði mig á og með hjálp Ölmu hef ég sigrast á þeirri hræðslu.

 

Í dag hugsa ég aldrei um þau atriði sem ég hræddist hvað mest áður. Alma er einstaklega hlý, spyr ákveðinna og oft erfiðra spurninga en það er svo losandi þegar komist er að niðurstöðu.

Screen Shot 2019-02-21 at 18.49.45.png

Ingibjörg Kr. Ferdinands

44 ára rithöfundur og bókaútgefandi

Ég mæli 100% með Ölmu í markþjálfuninni. Hún er ótrúlega natin að spyrja réttu spurninganna sem færa mann nær eigin markmiðum og draumunum sem blunda hið innra. Áfram Alma!!

Screen Shot 2019-02-21 at 19.55.26.png

Ingibjörg Berglind

41 árs grafískur hönnuður og eigandi Cave Canem hönnunarstofu

Hef farið í tíma og mæli með :) Alma hefur einstaklega mjúka og góða nærveru sem mér finnst skipta máli í svona "one on one" samskiptum, spyr góðra spurninga þar sem maður neyðist til að grafa eftir svari, svari sem maður vissi ekki að maður ætti hjá sér. Maður horfir á verkefni sín frá öðru sjónarhorni og þar opnast aðrar og fleiri leiðir. Takk fyrir mig Alma, á örugglega eftir að fá að nýta þessa krafta þína betur ;)

Screen Shot 2019-02-21 at 21.48.41.png

Hilda Rós Pálsdóttir

36 ára forstöðukona á sambýli 

Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara þegar ég pantaði tíma hjá Ölmu i markþjálfun. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég átti að tala um þar sem ég hafði engin vandamál eða eitthvað til þess að kvarta yfir.

 

Eftir yndislegt spjall labbaði ég út og fannst mér ég einhvern veginn með allt á hreinu og var ótrúlega peppuð. Alma fékk mig til að sjá hlutina í nýju ljósi og gerði það helling fyrir mig. Ég mæli með markþjálfun fyrir alla því þetta er algjör snilld.

Screen Shot 2019-02-21 at 20.03.09.png

Pétur Sigurðsson

69 ára fyrrum sjómaður

Fór í markmiðasetningu hjá Ölmu og það tókst svo vel að ég er allur annar maður. Mæli hiklaust með tíma hjá henni. Ég öðlaðist aukið sjálfstraust og fór að tala (ekki muldra) þannig að fólk tók eftir.

Screen Shot 2019-02-21 at 18.58.46.png

Halldóra Traustadóttir

53 ára sérfræðingur á viðskiptabankasviði Íslandsbanka

Alma er mjög faglegur markþjálfi sem hefur einstaklega þægilega og hlýja nærveru. Hún hjálpaði mér mikið við að ná betri fókus á áskorunum sem ég stóð frammi fyrir með því að leiða mig áfram með spurningum sem fengu mig til að leita að svörunum og finna hjá sjálfri mér. Einnig fylgdi hún eftir samtölum okkar með hvetjandi skilaboðum og ábendingum sem voru til þess fallin að hjálpa mér að ná markmiðum mínum.

Screen Shot 2019-02-21 at 20.10.43.png

Aðalheiður Hannesdóttir

40 ára deildarstjóri á Icelandair Hotels

Ég var svo lánsöm að fá leiðsögn Ölmu í nokkra klukkutíma á árinu 2018. Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í hjónabandi og fannst ég vera á miklum krossgötum í lífinu almennt. Það var einstaklega gott að tala við Ölmu en tók líka á og féllu alveg nokkur tár hjá mér í tímunum. Hún spurði krefjandi spurninga en best fannst mér þegar hún endurtók það sem ég var að segja. Það fékk mig til að fá allt aðra sýn á stöðuna líkt og hún var á þessum tíma.

 

Ég hef margoft síðan hugsað til baka til tímanna og á tvímælalaust eftir að nýta mér þjónustu Ölmu aftur við tækifæri. Ég myndi ráðleggja hverjum sem er að leita til Ölmu, hún er einlæg og hlý og hefur einstaklega þægilega nærveru. <3

Screen Shot 2019-02-21 at 13.42.58.png

Ágúst Eiríksson

47 ára hafnarvörður hjá Akureyrarhöfn

Ég heyrði fyrst af Ölmu í gegnum vinafólk og þá vissi ég ekkert um markþjálfun en fannst mögulega þetta getað hjálpað mér að vinna úr ýmsu sem ég var að burðast með í hausnum. Ég sé alls ekki eftir því, Alma hjálpaði mér að fá skýrari sýn á mitt líf og gat hjálpað mér með að setja mér markmið og standa við þau. Mæli eindregið með Ölmu.

Screen Shot 2019-04-16 at 16.51.54.png

Björg Sæmundsdóttir

43 ára

Ég gef Ölmu hiklaust mín bestu meðmæli. Hún hjálpaði mér að finna svör og í raun réttu leiðina fyrir mig í ákveðnu máli. Það gerði hún með hlýju, kímni og spurningum sem einhvern veginn hittu í mark og ég neyddist til að svara þeim bæði fyrir sjálfa mig og hana sem gerðu mér kleift að komast að skýrri niðurstöðu.

 

Alma hjálpaði mér að öðlast kjark og þor á þeim tíma sem ég þurfti mest á því að halda. Tímarnir hjá henni voru mér ómetanlegir og á hún alltaf sérstakan stað í hjarta mínu fyrir það.

Screen Shot 2019-04-24 at 14.16.31.png

Dröfn Sæmundsdóttir

36 ára flugfreyja

Það kom skemmtilega á óvart hvað samtölin við Ölmu höfðu góð og jákvæð áhrif. Nú hef ég tól í huga mínum til að bregðast við ákveðnum áskorunum, sem ég hafði ekki áður.

 

Mér fannst líka merkilegt hvað það að ræða við hana um hluti sem maður hugsar vanalega bara um eða ræðir ekki af mikilli dýpt við aðra, hjálpaði við að fá ferskari og skýrari sýn á svo margt. Hún spyr spurninga sem kveikja hreinlega á manni.

bottom of page