top of page
Alma_april2021.jpg

ÉG

ER

þér til aðstoðar

PCC_badget–ICF.png
ICF_member_L.png
Hjartans mál

Ég tengi vel við skapandi nám og störf og því er engin tilviljun að ég lærði grafíska hönnun og starfaði í greininni í 15 ár eða þar til ég kynntist annarskonar hugmyndavinnu sem tók mig í alveg nýjar hæðir. Að læra og starfa við að virkja hugmyndaflæði hjá öðru fólki í gegnum markþjálfun og stuðla að persónulegum sigrum í þeirra lífi hefur síðan átt hug minn allan.

 

Það er gaman að söðla um, stíga inn í styrkinn sinn og læra að þekkja nýjar hliðar á sjálfri sér og ótrúlega gefandi að verða vitni að slíkri umbreytingu hjá annarri manneskju. Að eiga þátt í að hefja nýtt sköpunarferli hjá einstaklingi, sem verður til þess að kveikja hjá honum neista og ýta undir sjálfsþekkingu hans, er það sem gerir starf markþjálfans að hjartans máli fyrir mér. 

Vitneskja eða hugsanir einar og sér eru sjaldnast nægur hvati til að koma hlutunum á hreyfingu. Mín vegferð sem og þeirra sem komið hafa til mín í markþjálfun er lifandi sönnun þess að eftir að innri kraftur hefur verið virkjaður, stefnan tekin og mögulegar hindranir teknar með í reikninginn, er ekki eftir neinu að bíða. Kveikinn að sjálfu hreyfiaflinu sem fær hjólin til að snúast er fyrst og síðast að finna í ástríðunni. Fyrst ég fann mína leið og minn tilgang með aðferðum markþjálfunar, ættu þér að vera allir vegir færir.

Að skora á

Markþjálfun er framsækið samtalsform þar sem þú velur viðfangsefnið enda er gengið út frá því að hver heilbrigður einstaklingur sé sinnar gæfu smiður og að djúpt innra með honum búi öll mikilvægustu svörin við því sem hann leitar að. Það er því ekki í mínu hlutverki sem markþjálfa að gefa ráð eða dæma um, en ég nota virka hlustun á ýmis blæbrigði í tjáningu og spyr áleitinna spurninga sem geta hjálpað viðkomandi að fá aðgang að þessum innri verðmætum og færa hann á sporið. Í huga hvers og eins getur verið langur vegur á milli þess veruleika sem hann upplifir og þess sem hann vill öðlast en ég spegla það til baka sem ég verð áskynja í samtalinu. Aðferðin getur verið ágeng og sá sem sækir markþjálfun þarf fyrst og fremst að vera ærlegur við sjálfan sig og vera tilbúinn að horfast í augu við eigin áskoranir.

Vottanir og hæfnisþættir
Fagmennska og siðferði
  • Starfa af fagmennsku og heiðarleika eftir siðareglum ICF Iceland, fagfélags markþjálfa

  • Hef ávallt velferð og hagsmuni viðmælandans að leiðarljósi

  • Einfaldur verksamningur í anda ICF er lagður fram í upphafi markþjálfunar og öll samtöl bundin fullum trúnaði

  • Netsamtöl fara fram í gegnum hugbúnaðarkerfi Kara Connect sem uppfyllir lagakröfur um persónuvernd - CDPR

  • Sit í stjórn ICF Iceland, fagfélagi markþjálfa

  • Sit í stjórn SUM, Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu

bottom of page