top of page
Search
Writer's picturealma.is

5 hamingjuskref

Alma J. Árnadóttir markþjálfi skrifar um forsendur og afleiðingar í tengslum við hamingju:


Fiðrildi eru táknræn fyrir endurfæðingu, sköpun og endalausa möguleika. Vakin og tilbúin til að fljúga eftir umbreytingarferli púpunnar minna þau okkur á að við höfum öll tækifæri til að endurfæðast og verða að þeim manneskjum sem við viljum vera. Umbreytingar eru eðlilegur hluti lífsins og með stuttum líftíma sínum minna fiðrildin okkur ekki síður á að njóta hér og nú.


Leitin að hamingjunni er klassískt viðfangsefni. Meiri ást og innri friður er það sem við öll leitum að. Hér fyrir neðan er að finna fimm lítil gæfuspor til umhugsunar og framkvæmda.


Taktu eftir því sem þú tekur eftir því núvitund og hamingja tengjast órjúfanlegum böndum
Veldu af kostgæfni þær hugsanir sem þú fóðrar því þær gagnlegu vísa á þakklæti og vellíðan
Ræktaðu styrkleika þína og fylgdu hjartanu því trúin á tilgang þinn eflir sjálfstraustið
Ástundaðu það sem gleður þig því gleðin sáir hamingjufræum
Gefðu af þér skilyrðislaust því kærleiksgjafir hafa endurkast og gefa til baka

Hamingjan er ekki forsenda þess að lifa vel, hún er afleiðingin. Gangi þér vel!


244 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page