top of page

ÞÍN EIGIN MARKMIÐ

  • 55 min
  • Samtalstími
  • Tímarnir fara fram með netsamtölum eða eftir samkomulagi

Service Description

Ertu á krossgötum, þarft að leysa málin eða vilt laða breytingar inn í líf þitt? Samtalinu má líkja við hugrænan einkaþjálfunartíma þar sem vitundarsköpun fer fram, stefna er tekin og þínar eigin leiðir til árangurs eru mótaðar. Þú ræður ferðinni og með verkfærum markþjálfans aðstoða ég þig við að skoða hug þinn og hjarta svo þú megir komast frá því að vera með athyglina á því sem þú vilt forðast og setja orkuna í það sem þú vilt öðlast. Í upphafi getur virst á brattann að sækja en með því að efla innsæið og sjá áskoranirnar í nýju ljósi færðu hjálp við að klífa hindranir, þræða vörðurnar og rata veginn. Í tímanum er unnið með nútíð og framtíð. Til að ná árangri mæli ég með að teknir séu að lágmarki 3 tímar (55 mín. í senn með viku millibili). Til að festa árangur í sessi og framfylgja langtímamarkmiðum er raunhæft að miða við 3-7 viðbótartíma (55 mín. í senn með mánaðar millibili). Magnafsláttur er gefinn ef samið er um 6 tíma eða fleiri í upphafi. Athugaðu að þú hefur alltaf frelsi til að ákveða að halda áfram eða hætta markþjálfun hvenær sem þér finnst settu marki náð. Þú einfaldlega ræður ferðinni.


Contact Details

+ (354) 846 8962

alma@alma.is


bottom of page