AÐ BLÓMSTRA Í STARFI
Service Description
Hefurðu áhuga á að vaxa í starfi, taka stjórnina, ná tökum á nýjum viðfangsefnum og skipulagi, leitar jafnvægis eða hefur hreinlega misst sjónar á tilganginum og því hvað drífur þig í gang? Einkasamtal þar sem unnið er með starfstengdar áskoranir út frá aðferðum markþjálfunar í þeim tilgangi að draga fram það sem virkar rökrétt fyrir þína persónu. Með virkri hlustun og krefjandi spurningum hjálpa ég þér að finna drifkraftinn til að taka stefnu á þín eigin verðugu markmið. Til að ná árangri mæli ég með að teknir séu að lágmarki 3 tímar (55 mín. í senn með viku millibili). Til að festa árangur í sessi og framfylgja langtímamarkmiðum er raunhæft að miða við 3-7 viðbótartíma (55 mín. í senn með mánaðar millibili). Magnafsláttur er gefinn ef samið er um 6 tíma eða fleiri í upphafi. Athugaðu að þú hefur alltaf frelsi til að ákveða að halda áfram eða hætta markþjálfun hvenær sem þér finnst settu marki náð. Þú einfaldlega ræður ferðinni.