top of page

PÖR, FJÖLSKYLDUR OG HÓPAR

  • 55 min
  • Samtalstími
  • Tímarnir fara fram með netsamtölum eða eftir samkomulagi

Service Description

Eruð þið að horfa í sömu átt? Markþjálfunartími þar sem unnið er með samskipti eða að sameiginlegu markmiði. Leiðin að sérhverju marki er að skerpa sýnina og með aðferðum markþjálfunar aðstoða ég parið, fjölskylduna eða hópinn við að virkja drifkraftinn, fá yfirsýn, varpa ljósi á hindranir, stilla saman strengi og taka stefnuna. Í tímanum er unnið með nútíð og framtíð. Paramarkþjálfun miðast við tvo einstaklinga saman í tíma. Hámarksfjöldi einstaklinga í fjölskyldu- og hópmarkþjálfun er 5 manns í einu. Í sumum tilfellum getur verið gagnlegt að taka einstaklingstíma aukalega. Til að ná árangri mæli ég með að teknir séu að lágmarki 3 tímar (55 mín. í senn með viku millibili). Til að festa árangur í sessi og framfylgja langtímamarkmiðum er raunhæft að miða við 3-7 viðbótartíma (55 mín. í senn með mánaðar millibili). Magnafsláttur er gefinn ef samið er um 6 tíma eða fleiri í upphafi. Athugaðu að þú hefur alltaf frelsi til að ákveða að halda áfram eða hætta markþjálfun hvenær sem þér finnst settu marki náð. Þú einfaldlega ræður ferðinni.


Contact Details

+ (354) 846 8962

alma@alma.is


bottom of page