MARKÞJÁLFUN

frá nútíð til framtíðar

Bóka fjarsamtal

ÉG

ER  

með verkfæri sem virka

Að hefja markþjálfun er umbreytandi ákvörðun. Hún aðstoðar þig við að „rata í þokunni", komast nær því sem þú brennur fyrir og finna svörin við helstu áskorunum þínum. Að sækja einkatíma hjá góðum markþjálfa er ein gagnlegasta ákvörðun sem ég hef sjálf tekið um ævina. Þar lærði ég að þekkja og heiðra mínar þarfir, nýta styrkleikana, lifa gildin mín og finna til þess eigin leiðir.

 

Lengst af grafískur hönnuður og hönnunarstjóri, nú markþjálfi með alþjóðlega hæfnisvottun frá ICF

Allt er breytingum háð og aldrei of seint að taka nýja stefnu. Frá því að ég lærði að beita markþjálfun hef ég notað aðferðir hennar til umbóta í eigin lífi. Í dag veit ég að þau viðfangsefni sem leita ósjálfrátt í gamla farið kalla á nýja nálgun ætli ég að vera sjálf við stjórnvölinn, vinna að ákveðnum markmiðum og skapa það líf sem ég vil lifa. 

Nú fylgi ég ástríðunni sem er að aðstoða annað fólk við að finna drifkraftinn og lifa sinn draum eða einfaldlega að tækla verkefnin og fá skýrleika á hlutina svo það megi fylla líf sitt af gleði, tilgangi og dýpri merkingu.

Viðskiptavinir hafa verið örlátir á að deila upplifun sinni af markþjálfun hjá mér.

Sjá umsagnir hér

Alma_april2021.jpg
 

FYRIR

ÞIG

til að ná árangri

Ertu á krossgötum, þarft að leysa málin eða vilt laða breytingar inn í líf þitt? Samtalinu má líkja við hugrænan einkaþjálfunartíma þar sem vitundarsköpun fer fram, stefn...
ÞÍN EIGIN MARKMIÐ
55 min

það gerir gæfumuninn

AF

ÞVÍ

UMSAGNIR

Ég stóð frammi fyrir flóknum og erfiðum ákvörðunum varðandi starf og einkalíf. Strax í fyrsta tíma fann ég fyrir hugrekki til að takast á við þessar erfiðu ákvarðanir sem fyrir lágu. Í öðrum tíma var ég komin með skýran fókus og svör við erfiðum spurningum.

G. Sigríður Ágústsdóttir

athafnakona og fjárfestir

VIÐTÖL

Nándin í sambandinu

Matti Ósvald svarar spurningum

um samskipti í nánum samböndum

Matti er PCC markþjálfi og heildrænn heilsufræðingur

 

„Erum við sanngjörn við sambandið þegar við ætlumst til þess að að allt sé í blóma á meðan við tölum aldrei saman og erum við að ætlast til þess að eiga dásamlegt kynlíf með nánd þegar við burðumst með ósætti sem við tökum aldrei á?"

 

 

öll samtöl geta farið fram

Á NETINU

–    þú þarft ekki að fara neitt   –

til að taka skrefið

talblodrur_thykk.png